
Fjármála- og efnahagsráðuneytið, Samband íslenskra sveitarfélaga, Félag forstöðumanna ríkisstofnana, Rannís, Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands kynna:
Nýsköpun í opinberri þjónustu og stjórnsýslu 2018 -„Betri opinber þjónusta með öflugu samstarfi og nýtingu stafrænna lausna“
Ráðstefnan „Nýsköpun í opinberri þjónustu og stjórnsýslu 2018“ verður haldin föstudaginn 8. júní 2018 á milli 10:00 – 12:00 í fundarsalnum Háteig, Grand Hótel Reykjavík. Yfirskrift ráðstefnunnar í ár er „Betri opinber þjónusta með öflugu samstarfi og nýtingu stafrænna lausna“. Aðal erindi ráðstefnunnar flytur Morten Hyllegaard, meðeigandi BETA consultancy í Danmörku. Morten hefur undanfarin ár m.a. unnið við rannsóknir á nýsköpun innan opanberrar stjórnsýslu í Danmörku. Á ráðstefnunni verða m.a. veitt nýsköpunarverðlaun í opinberri þjónustu og stjórnsýslu en þau og ráðstefnan eru samvinnuverkefni fjármála- og efnahagsráðuneytisins, Sambands íslenskra sveitarfélaga, Félags forstöðumanna ríkisstofnana, Rannís, Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands.
Athugið að nauðsynlegt er að skrá þátttöku á ráðstefnunni.
Skrá þátttöku: Nýsköpun í opinberri þjónustu og stjórnsýslu 2018
Dagskrá
10:00 – 10:10 Opnun, Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga
10:10 – 10:40 „Innovation for the Greater Good: a common responsibility“ - Morten Hyllegaard, meðeigandi, BETA Consultancy í DK
10:40 – 10:55 Snjallborgin Reykjavík - Kristinn Jón Ólafsson, verkefnastjóri
10:55 – 11:05 Stafræn vegferð RSK
11:05 – 11:15 Stafrænt Ísland - Fjóla María Ágústsdóttir, verkefnastjóri
11:15 – 11:25 Hvað er framundan í nýsköpunarmálum ríkis og sveitarfélaga – Anna Guðrún Björnsdóttir, sviðsstjóri þróunar- og alþjóðasviðs
11:25 – 12:00 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, veitir viðurkenningar og afhendir nýsköpunarverðlauna í opinberri þjónustu og stjórnsýslu 2018