Námskeiðið Upplýsingaöryggi hjá opinberum stofnunum snýr aftur í október

Námskeiðið "Upplýsingaöryggi hjá opinberum stofnunum: Innleiðing öryggisstefnu, framkvæmd áhættumats og áhættumeðferð" verður haldið dagana 11. og 12. október næstkomandi. Námskeiðið var haldið þrisvar sinnum á liðnu ári vegna mikillar þátttöku. Eins og áður mun Sigurjón Þór Árnason, gæða- og upplýsingastjóri hjá Veðurstofu Íslands, hafa umsjón með og kenna námskeiðið.
 
Þar sem að námskeiðið byggir á m.a. á hópastarfi er ekki boðið upp á fjárnám að þessu sinni. 
 
Námskeiðið skiptist niður á tvo hálfa daga, fimmtudaginn 11. október, kl. 13:00-16:30, og föstudaginn 12. október, kl. 09:00-12:30, í sal safnaðarheimilis Neskirkju við Hagatorg.
17. september 2018 - 10:30
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is