Vel sóttur morgunverðarfundur um framtíðaráskoranir opinberra aðila

Góð þátttaka var á morgunverðarfundinum "Hvernig ætla opinberir aðilar að mæta framtíðaráskorunum?" en yfir 100 manns sóttu fundinn á Grand Hótel Reykjavík í dag 16. nóvember. 

Gissur Pétursson, formaður Félags forstöðumanna ríkisstofnana var fundarstjóri en fyrirlesarar voru þau Smári McCarthy alþingismaður og formaður framtíðarnefndar forsætisráðherra, Karl Friðriksson forstöðumaður hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands og forsvarsmaður Framtíðarseturs Íslands, Duncan Cass-Beggs, forstöðumaður Strategic Foresight Unit hjá Efnahags- og framfarastofnuninni (OECD) og Ragnhildur Hjaltadóttir ráðuneytisstjóri í samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu.

Hér má nálgast hljóðupptöku af fundinum

Glærur fyrirlesara

 

16. nóvember 2018 - 13:30
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is