Laust til umsóknar: Verkefnisstjóri hjá Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við HÍ, Rannsóknasetur um sveitarstjórnarmál á Laugarvatni

Laust er til umsóknar starf verkefnisstjóra við Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við Félagsvísindasvið Háskóla Íslands. Um er að ræða starf við nýtt rannsóknasetur stofunarinnar um sveitarstjórnarmál á Laugarvatni. Rannsóknasetrið er samstarfsverkefni Háskóla Íslands og Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins og er skipulagt sem tilraunaverkefni til þriggja ára. Starfsstöð verkefnisstjóra verður í húsnæði Háskóla Íslands á Laugarvatni.

Forstöðumaður Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála er jafnframt forstöðumaður setursins en rannsóknastjóri leiðir rannsóknarstarf þess. Verkefnisstjóri mun bera ábyrgð á daglegum rekstri rannsóknasetursins í samstarfi við forstöðumann og rannsóknastjóra.  

Hægt er að sækja um starfið og sjá nánari lýsingu hér.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Sjöfn Vilhelmsdóttir, forstöðumaður Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála sjofn@hi.is eða í síma 525-5454.

22. nóvember 2018 - 15:15
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is