Opnunarhátíð Rannsóknaseturs um sveitarstjórnarmál föstudaginn 5. apríl nk.

Rannsóknasetur um sveitarstjórnarmál og Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála kynna:
 
Opnunarhátíð Rannsóknaseturs um sveitarstjórnarmál á Laugarvatni 5. apríl - Niður úr fílabeinsturninum: Hvað geta rannsóknir gert fyrir íslensk sveitarfélög á 21. öldinni?
 
Hátíðin hefst með opnunarávarpi Sigurðar Inga Jóhannssonar ráðherra sveitarstjórnarmála. Gestafyrirlesarar eru Colin Copus emeritus prófessor við De Montfort háskóla í Leicester og Björg Ágústsdóttir bæjarstjóri Grundarfjarðarbæjar. Að lokum mun rannsóknarstjóri setursins Eva Marín Hlynsdóttir, dósent við stjórnmálafræðideild HÍ, kynna fyrirhugaða starfsemi setursins stuttlega.
 
Dagskrá hefst kl. 15:00 og stendur til 17:00. Að lokinni formlegri dagskrá verða léttar veitingar í boði setursins.
 
 
22. mars 2019 - 14:45
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is