Hausthefti Tímarits um viðskipti og efnahagsmál komið út

Hausthefti Tímarits um viðskipti og efnahagsmál er nú aðgengilegt á vefnum www.efnahagsmal.is

Útgáfuhóf verður haldið 9 janúar, þar sem Axel Hall mun kynna grein sína um staðgreiðslu og skattbyrði, og Henný Hinz mun bregðast við fyrir hönd ASÍ. 

Greinarnar í tímaritinu fjalla um fjölbreytt efni sem snýr að íslensku viðskiptalífi og efnahagsmálum frá fræðimönnum við íslenska háskóla. Eftirfarandi ritrýndar greinar eru birtar í tímaritinu að þessu sinni:

1. Samkvæmni í ávöxtun íslenskra lífeyrissjóða 1997-2017. Höfundur: Gylfi Magnússon.

2. Var Adam ekki lengi í helvíti? Hafa stjórnunarhættir á Íslandi breyst eftir hrunið 2008? Höfundar: Ásta Dís Óladóttir og Gylfi Magnússon.

3. Þróun starfsumhverfis á landspítala: Kulnun í starfi, starfsánægja og gæði þjónustu. Höfundar: Jana Katrín Knútsdóttir, Sigrún Gunnarsdóttir og Kári Kristinsson

4. Staðgreiðsla og skattbyrði í 30 ár. Höfundur: Axel Hall.

5. Samskipti án orða. Tengsl óyrtrar hegðunar yfirmanns og tilfinningalegrar líðan starfsfólks. Höfundar: Hildur Vilhelmsdóttir og Auður Hermannsdóttir.

6. Samskipti fagfjárfesta við félög sem þeir eru hluthafar í. Höfundar: Þröstur Olaf Sigurjónsson og J. Bjarni Magnússon

 

30. desember 2019 - 14:15
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is