Stjórnmál & stjórnsýsla: Fjórar greinar birtar í vorhefti tímaritsins 30. júní nk.

Í ár munu eftirtaldar ritrýndar greinar birtast í vefútgáfu vorheftis tímaritsins Stjórnmál & stjórnsýsla þann 30. júní nk.
 
1. Rökræða, þátttaka og þekking. Höfundur: Birgir Hermannsson
 
2. ‘The Word I Hate’: Racism, Refugees and Asylum Seekers in Iceland. Höfundar: Helga Tryggvadóttir og Kristín Loftsdóttir
 
3. Evidence-based publications on upper secondary education in Iceland, 2003–2012. Höfundar: Guðrún Ragnarsdóttir, Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, Jón Torfi Jónasson og Brynja E. Halldórsdóttir.
 
4. Vörumerkið jafnrétti í utanríkisstefnu Íslands. Höfundar: Kristín Sandra Karlsdóttir og Silja Bára Ómarsdóttir.
 
Greinarnar í tímaritinu fjalla um fjölbreytt efni íslenskrar stjórnsýslu og stjórnmála og verða allar greinarnar aðgengilegar á vef tímaritsins, www.irpa.is, þriðjudaginn 30. júní næstkomandi.
 
Ritstjóri Stjórnmála & stjórnsýslu er Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, en auk hans sitja í ritstjórn þau: Agnar Freyr Helgason, Eva H. Önnudóttir, Eva Marín Hlynsdóttir og Gústaf Adolf Skúlason. Útgefandi tímaritsins er Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands. 
 
Allar nánari upplýsingar veitir Gústaf Adolf Skúlason, forstöðumaður Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála, í síma 525-5454 eða í gegnum netfangið gustafs@hi.is
25. júní 2020 - 11:00
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is