Tíu ritrýndar greinar í hausthefti Stjórnmála & stjórnsýslu

2. tölublað 16. árgangs tímaritsins Stjórnmál & stjórnsýsla kemur út fimmtudaginn 17. desember. Vefslóð tímaritsins er www.irpa.is. Í tengslum við útgáfuna verður haldinn opinn fundur í netstreymi og hefst hann kl. 16:00. Þar kynnir Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, prófessor í opinberri stjórnsýslu við Háskóla Íslands, grein sína Glæpavæðing mannlegra mistaka í heilbrigðisþjónustu: Hvernig og hvers vegna lagaleg ábyrgð getur rutt faglegri ábyrgð til hliðar og grafið undan öryggi sjúklinga. Sjá nánar um fundinn hér.
 
Greinarnar í tímaritinu fjalla um fjölbreytt viðfangsefni íslenskra stjórnmála og stjórnsýslu og eftirtaldar greinar eru birtar að þessu sinni:
 
1. Criminalisation of human error in health care: How and why legal accountability can crowd out professional accountability and undermine patient safety. Höfundur: Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir
 
2. Áhrif mismunandi hugtakanotkunar á viðhorf almennings. Höfundur: Viðar Halldórsson
 
3. The novice MP: The experience of the newly elected in Iceland. Höfundar: Stefanía Óskarsdóttir og Ómar H. Kristmundsson
 
4. Icelandic newsrooms in a pandemic mode. Höfundur: Birgir Guðmundsson
 
5. Rökræða, stofnanir, þátttaka. Ágreiningsefni um lýðræði. Höfundur: Vilhjálmur Árnason
 
6. Áhrif orðalags á svör við spurningum Stjórnlagaráðs. Höfundar: Vaka Vésteinsdóttir, Ragnhildur Lilja Ásgeirsdóttir, Vera Óðinsdóttir, Snæfríður Birta Björgvinsdóttir, Helena Ólafsdóttir, Einey Ösp Gunnarsdóttir og Fanney Þórsdóttir
 
7. Attitudes towards refugees and Muslim immigrants in Iceland: The perceived link to terrorism. Höfundar: Margrét Valdimarsdóttir og Guðbjörg Andrea Jónsdóttir
 
8. The Intergenerational Transmission of Education: A Case Study from Iceland. Höfundar: Emil Dagsson, Þorlákur Karlsson og Gylfi Zoega
 
9. „Þetta er allt mannanna verk“: Upplifun stjórnenda á áhrifum jafnlaunavottunar á kjaraumhverfi. Höfundar: Gerða Björg Hafsteinsdóttir, Erla Sólveig Kristjánsdóttir og Þóra H. Christiansen
 
10. Dreifing efnahags- og menntunarauðs meðal foreldra í skólahverfum höfuðborgarsvæðisins 1997–2016. Höfundar: Berglind Rós Magnúsdóttir, Auður Magndís Auðardóttir og Kolbeinn Stefánsson
 
Ritstjóri Stjórnmála & stjórnsýslu er Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, en auk hans sitja í ritstjórn þau Agnar Freyr Helgason, Eva H. Önnudóttir, Eva Marín Hlynsdóttir og Gústaf Adolf Skúlason. Útgefandi tímaritsins er Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands. 
 
Allar nánari upplýsingar veitir Gústaf Adolf Skúlason, forstöðumaður Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála, í síma 525-5454 eða í gegnum netfangið gustafs@hi.is.
14. desember 2020 - 10:15
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is