Hvaða reglur gilda um starfslok hjá ríki og sveitarfélögum?

Við vekjum athygli á námskeiðinu, Hvaða reglur gilda um starfslok hjá ríki og sveitarfélögum?, sem fram fer miðvikudaginn 24. febrúar frá kl. 9:00-12:30. Um er að ræða fjarnámskeiðið í beinu streymi en einnig verður upptaka af námskeiðinu aðgengileg tímabundið eftir að því lýkur. Umsjónarmaður og fyrirlesari er Kjartan Bjarni Björgvinsson, héraðsdómari við Héraðsdóm Reykjavíkur.
 
Námskeiðið er ætlað stjórnendum og starfsmönnum hjá stofnunum hjá ríki og sveitarfélögum sem koma að undirbúningi og ákvörðun um ráðningu og starfslok í opinbert starf, sem að öðrum ákvörðunum í starfsmannamálum.
 
Markmið námskeiðsins er að þátttakendur öðlist haldgóða þekkingu á því hvernig standa ber að öllum helstu ákvörðunum í málefnum opinberra starfsmanna samkvæmt lögum nr. 70/1996, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins og stjórnsýslulögum nr. 37/1993. Fjallað verður um hvaða lagalegu mörk stjórnunarvaldi yfirmanna eru sett og þær reglur sem gilda um starfslok opinberra starfsmanna. Umfjöllunin verður studd dæmum um framkvæmd laganna og þá m.a. vísað til dóma Hæstaréttar og álita umboðsmanns Alþingis.
 
16. febrúar 2021 - 16:30
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is