Sex vikna námskeið í stjórnsýslurétti 9. febrúar – 18. mars

Í sautjánda skiptið býður Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands upp á sex vikna námskeið um stjórnsýslulögin og stjórnsýslurétt fyrir það starfsfólk ríkisins (ráðuneyta og ríkisstofnana) og sveitarfélaga sem kemur að meðferð mála og undirbúningi ákvarðana í stjórnsýslunni. Þótt námskeiðið sé fyrst og fremst ætlað ólöglærðum getur það einnig nýst lögfræðingum til upprifjunar. Nemendur munu lesa kennslurit, hlýða á fyrirlestra, taka þátt í umræðum og leysa verkefni sem farið verður sameiginlega yfir í tímum en námskeiðið verður að þessu sinni eingöngu kennt í fjarnámi.
 
Umsjónarmaður er Hafsteinn Þór Hauksson dósent við Lagadeild Háskóla Íslands. Aðrir kennarar eru Ásthildur Valtýsdóttir lögfræðingur í forsætisráðuneytinu, Oddur Þorri Viðarsson lögfræðingur í forsætisráðuneytinu, Særún María Gunnarsdóttir skrifstofustjóri hjá umboðsmanni Alþingis og Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis.
 
26. janúar 2021 - 11:00
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is