Sex vikna námskeið í stjórnsýslurétti haldið í átjánda sinn

Sex vikna námskeið í stjórnsýslurétti haldið í átjánda sinn 15. febrúar til 24. mars næstkomandi. 

Á námskeiðinu verður fjallað um stjórnsýslulögin og stjórnsýslurétt fyrir það starfsfólk ríkis (ráðuneyta og ríkisstofnana) og sveitarfélaga sem kemur að meðferð mála og undirbúningi ákvarðana í stjórnsýslunni.

Námskeiðið er eitt vinsælasta námskeið Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála frá upphafi. Þótt námskeiðið sé fyrst og fremst ætlað ólöglærðum getur það einnig nýst lögfræðingum til upprifjunar.

 

Umsagnir þátttakenda:

„Sem starfsmaður á stjórnsýslustofnun get ég fullyrt að á hverjum degi námskeiðsins voru teknir fyrir hlutir sem nýttust mér með beinum hætti við vinnu. Í kjölfar þessa námskeið er því ljóst að ég mun geta tekist á við mín störf af meira öryggi.“
 
„Mjög gott námskeið, ætti næstum að vera skyldufag fyrir starfsmenn í íslenskri stjórnsýslu.“
 
 
14. janúar 2022 - 14:00
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is