Kosningar til sveitarstjórna 2018 - Hádegisfundur fimmtudaginn 17. maí n.k.

Í tilefni af sveitarstjórnarkosningum 26. maí n.k. stendur Félag stjórnmálafræðinga, í samstarfi við Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála, fyrir hádegisfundi fimmtudaginn 17. maí kl. 12:00-13:00 í Odda 101 í Háskóla Íslands.
 
Grétar Þór Eyþórsson prófessor við HA heldur erindið:
Í aðdraganda Sveitarstjórnarkosninga 2018: Saga, þátttaka, horfur
Þar mun hann fara yfir mynstur og tilhneigingar í síðustu kosningum, kjörsókn og kannanir í aðdraganda kosninganna
 
Eva Marín Hlynsdóttir, lektor við Stjórnmálafræðideild HÍ verður með erindið:
„Ég er ekki pólitískur og ekki ráðinn þannig inn?“: Upplifun faglegra framkvæmdastjóra sveitarfélaga á hlutverki sínu?
Í erindinu verður m.a. velt vöngum yfir kostum og göllum þess að ráða faglegan framkvæmdastjóra og varpað ljósi á ólíkar hugmyndir kynjanna um stöðu sína sem bæjar- eða sveitarstjóri.
 
Fundarstjóri er Ólafur Þ. Harðarson, prófessor við stjórnmálafræðideild HÍ.
 
 
Allir velkomnir.
15. maí 2018 - 10:00
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is