Morgunverðarfundur 16. nóvember: Hvernig ætla opinberir aðilar að mæta framtíðaráskorunum?

Morgunverðarfundur 16. nóvember: Hvernig ætla opinberir aðilar að mæta framtíðaráskorunum? 

Eru opinberir aðilar tilbúnir til að móta framtíðarsýn til 15, 20 eða 25 ára? Hvað eru stjórnvöld að gera og af hverju?  Aðferðir til að skoða framtíðina á kerfisbundinn hátt og hvað er verið að gera?

 

HÉR er hægt að skrá sig til leiks

 

Morgunverðarfundur 16. nóvember kl. 8.30-10.00, haldinn í Háteig á Grand hótel í samstarfi Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands, Félags forstöðumanna ríkisstofnana og forsætisráðu-neytisins. Morgunverður hefst kl. 08.00 og dagskrá hefst kl. 08.30.

Þátttökugjald er 5.600 kr. 

Í sáttmála ríkisstjórnarinnar er kveðið á um skipan framtíðarnefndar og skipaði forsætisráðherra slíka nefnd í sumar. Verkefnið hennar er m.a. að fjalla um þróun meginstrauma sem koma til með að hafa mótandi áhrif á samfélagið til framtíðar, einkum með hliðsjón af tækniframförum, þróun umhverfismála og lýðfræðilegum þáttum. Hjá hinu opinbera og á einkamarkaði hefur umræðan í auknum mæli einkennst af þeim ólíku áskorunum sem hin ýmsu svið samfélagsins munu standa frammi fyrir á komandi árum. En hvernig undirbúum við okkur, hvað aðferðum getum við beitt og hvernig ætlum við nýta hugmyndir um ólíkar framtíðir inn í langtíma stefnumótun? 

Þetta og fleira ætla þau Smári McCarthy alþingismaður og formaður framtíðarnefndar forsætisráðherra, Karl Friðriksson forstöðumaður hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands og forsvarsmaður Framtíðarseturs Íslands, Duncan Cass-Beggs, forstöðumaður Strategic Foresight Unit hjá Efnahags- og framfarastofnuninni (OECD) og Ragnhildur Hjaltadóttir ráðuneytisstjóri í samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu að ræða á morgunverðarfundinum. Fundarstjóri er Gissur Pétursson, formaður Félags forstöðumanna ríkisstofnana.

Dagskrá:

08.30-08.35 Gissur Pétursson formaður Félags forstöðumanna ríkisstofnana setur fundinn

08.35-08.50 Hvernig mótast framtíðir þjóða? Smári McCarthy alþingismaður og formaður framtíðarnefndar forsætisráðherra

08.50-09.05 Framtíðir og fagleg vinnubrögð á tímum umbreytinga. Karl Friðriksson forstöðumaður hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands og forsvarsmaður Framtíðarseturs Íslands

09.05-09.30 Anticipatory Governance in the Digital Transformation. Duncan Cass-Beggs, Counsellor for Strategic Foresight hjá Efnahags- og framfarastofnuninni OECD.

09.30-09.45 Ný hugsun í stefnumótun og framtíðarsýn. Ragnhildur Hjaltadóttir ráðuneytisstjóri í samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu

09.45-10.00 Spurningar úr sal og umræður

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is