Vinnustofa um verklag við þróun verkefna í velferðarþjónustu með aðferðum nýsköpunar

Vinnustofa um verklag við þróun verkefna í velferðarþjónustu með aðferðum nýsköpunar. Haldið 7. febrúar og 8. febrúar í sal safnaðarheimilis Neskirkju við Hagatorg.
 
Kennari er Nikolaj Lubanski, forstöðumaður hjá Copenhagen Capacity Talent Department. Hann hefur í all nokkur skipti komið hingað til lands, flutt fyrirlestra og haldið námskeið um nýsköpun og fengið afar jákvæðar undirtektir. Honum til aðstoðar Margrét S. Björnsdóttir.
 
 
Námskeið – Tveir hálfir dagar:
Fimmtudagurinn 7. febrúar kl. 13-17
Föstudagurinn 8. febrúar kl. 9-12:30
 
Þátttökugjald er 34.600,-
 
Hámarksfjöldi þátttakenda 25 manns.
 
Námskeiðið byggir m.a. á hópastarfi og því er ekki boðið upp á fjarnám þessu sinni.
 

Hér er hægt að skrá sig til leiks

Færni til nýsköpunar er orðin viðtekin krafa til starfsmanna og stjórnenda hins opinbera. Nýlegt dæmi til marks um það er að í færnikröfum til forstöðumanna ríkisstofnana frá 2018 er einn þátta og í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er mikil áhersla á nýsköpun í opinberum rekstri. Vinnustofan byggir á fyrirlestrum um aðferðina PISTI (Problem, Idea creation, Selection, Test, Implementation) þar sem lögð er áhersla á samstarf við notendur í þróun þjónustu, kynningu á dæmum um árangursrík verkefni á velferðarsviði, enn fremur og ekki síst verkefnavinnu og umræðum um hindranir-álitaefni sem upp koma. Þó horft sé til velferðarþjónustu og dæmi tekin þaðan, getur aðferðafræðin sem kynnt er nýst á fleiri sviðum.
 
Gestafyrirlesari verður Þór G. Þórarinsson sem kynnir aðferðafræðafræði, nálgun við velferðarnýsköpun sem verið er að þróa í nýju félags- og barnamálarráðuneyti.
 
Fyrirlestrar og verkefnavinna: Þátttakendur geta komið með eigin verkefni sem krefjast nýsköpunar og unnið með þau í vinnustofunni með þeim aðferðum sem kenndar verða. Þeir sem ekki vinna að slíkum viðfangsefnum sem stendur fá lýsingu/tillögu að raunhæfu verkefni sem þeir vinna með. Í lok vinnustofunnar liggja fyrir fyrstu drög að áætlun um nýsköpunarþróun verkefnisins.
 
Leslisti fyrir áhugasama sem sendur verður út til þátttakenda:
  • Nikolaj Lubanski og Birgitte Klæsøe: Velfærdsinnovation – en introduktion 2013; Chapter 1 (p. 7-22), Chapter 6 (p. 101-121) and Chapter 7 (p. 123-151) 
  • Christian Bason: Leading Public Sector Innovation 2010 bls. 1-30 og 151-236.
  • The Innovation Imperative in the Public Sector - Setting an Agenda for Action, OECD 2015 og Building Organizational capacity for Public Sector Innovation, OECD 2014. 
  • Bendum einnig á margs konar efni á heimasíðu dönsku stofnunarinnar Center for offentlig innovation
 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is