Útgáfa

Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála stendur fyrir útgáfu vefritsins Stjórnmál og stjórnsýsla, þar sem birtur er fjöldi ritrýndra greina á ári hverju auk greina almenns efnis og umfjallana um nýlega útkomnar bækur á sviðum sem tengjast stjórnsýslufræðum og stjórnmálum. Vefritið kemur út tvisvar á ári, og  1. og 2. tölublað hvers árgangs eru síðan gefin út saman í prentuðu formi einu sinni á ári.
 
Á vegum stofnunarinnar er einnig rekinn vefurinn nyskopunarvefur.is þar sem fjallað er um nýsköpun í opinberri þjónustu en aðrir aðstandendur vefsins eru  fjármálaráðuneytið, Félag forstöðumanna ríkisstofnana, Rannís og Nýsköpunarmiðstöð Íslands.
 
Stofnunin hefur gefið út ýmsar skýrslur, bæklinga og leiðbeiningarrit. Nánar er fjallað um rannsóknirnar að baki þeim annarsstaðar á vefnum, en hér má finna pdf-útgáfur útgefins efnis.
 
Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands býður upp á fjölbreytt nám í stjórnmálafræði, alþjóðasamskiptum, Evrópufræði, kynjafræði, smáríkjafræði, blaða- og frétta mennsku o.fl. Á meistarastigi er boðið upp á nám í opinberri stjórnsýslu til viðbótardiplómu og MPA-gráðu með margvíslegri sérhæfingu. Hér er að finna bæklinga sem Stjórnmálafræðideild gefur út um meistaranám á vegum deildarinnar og um opinbera stjórnsýslu sérstaklega.

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is