Hádegisfundur um spillingu á Íslandi

Félag stjórnmálafræðinga stendur fyrir hádegisfundi undir yfirskriftinni „Spilling á Íslandi: Hagsmunaárekstrar, fyrirgreiðsla og spilling“. Fundurinn er haldinn í samtarfi við Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála.
Reglulega koma fram fréttir um spillingu á Íslandi og greint er á um hvað sé spilling og hvort spilling sé mikil eða lítil í íslenskum stjórnmálum. Á þessum fundi munu Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands og Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, tala um spillingu á Íslandi og meðal annars velta upp spurningum um hvað felst í spillingu og hvað við vitum um spillingu á Íslandi. Erindi Gunnars Helga ber titillinn „Hvað vitum við um spillingu á Íslandi“ og erindi Þórunnar ber yfirskriftina „Hreinar línur?“

Fundurinn fer fram föstudaginn 15.janúar kl. 12:00 – 13:00 í stofu 103, Háskólatorgi í Háskóla Íslands
Allir velkomnir.
 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is