Hvar eru lögin samin? Samspil þings og stjórnar á Íslandi með samanburði við Norðurlönd

Föstudaginn 26. febrúar heldur Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor við Stjórnmálafræðideild HÍ,  fyrirlestur sem ber heitið: Hvar eru lögin samin? Samspil þings og stjórnar á Íslandi með samanburði við Norðurlönd. Fyrirlesturinn hefst kl. 12:00 og fer fram í stofu 101 í Odda í Háskóla Íslands.
Fyrirlesturinn fjallar um með hvaða hætti lagasetning er undirbúin á Íslandi og hvernig það ferli greini sig frá undirbúningi löggjafar á hinum Norðurlöndunum. Því verður haldið fram að mikill munur sé á undirbúningi opinberrar stefnumótunar hér á landi og í nálægum löndum sem birtist í því að vinnubrögð hér á landi eru að sumu leyti tilviljanakenndari. Kynnt verða gögn sem benda til að svo sé en jafnframt velt upp þeirri spurningu af hverju munurinn gæti stafað.
Fyrirlestur Gunnars Helga er hluti af fyrirlestraröð Stjórnmálafræðideildar og Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands um ávinning og viðfangsefni samanburðarstjórnmála (sjá nánar um fræðigreinina og nýtt MA nám við HÍ hér fyrir neðan).  Fimm opnir hádegisfyrirlestrar eru haldnir á hverjum föstudegi frá 29. janúar til 4. mars, í Odda 101, í Háskóla Íslands. 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is