Áhrif stjórnunarhátta á heilsu og líðan starfsfólks - hvað virkar til farsældar? Morgunverðarfundur og valkvæð málstofa

Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála og Félag forstöðumanna ríkisstofnana  kynna í samstarfi við Þekkingarsetur um þjónandi forystu

Áhrif stjórnunarhátta á heilsu og líðan starfsfólks - hvað virkar til farsældar?

Morgunverðarfundur og valkvæð málstofa

Glærur fyrirlesara:

Alþjóðlegar rannsóknir á tengslum stjórnunarhátta, heilsufars og almennrar líðunar starfsfólks

Eru stjórnunarhættir kenndir við þjónandi forystu leið til að bæta líðan og heilsu starfsfólks?

Hvað geta stjórnendur lesið úr SFR könnunum um áhrif þeirra á líðan starfsfólks og í kjölfarið unnið með þær niðurstöður?

Heilbrigður vinnustaður- hlutverk yfirmanna

 

Morgunverðarfundur á Grand hótel fimmtudaginn 31. mars nk. kl. 8:00-10:15 –  fundardagskrá hefst kl. 8:30.  Að loknum fundinum verður haldin málstofa frá kl. 10:30-13:00, þar sem farið er nánar í aðferðir þjónandi forystu.

Rannsóknir benda til að stjórnunarhættir yfirmanna hafi umtalsverð áhrif, bæði á andlega líðan starfsmanna og líkamlega heilsu þeirra. Á morgunverðarfundinum verða þessar rannsóknir kynntar og hvað það er semhefur áhrif. Síðan munu reyndir stjórnendur og fræðimenn kynna hvaða stjórnunarhættir eru líklegir til að stuðla að góðri líðan, starfsánægju og þar með betri líkamlegri heilsu starfsmanna. Ennfremur verður spurt:  Hvernig geta stjórnendur nýtt í þessu samhengi niðurstöður starfsumhverfiskannana SFR, eða annarra svipaðra um starfshætti stjórnenda og starfsumhverfi?

Dagskrá morgunverðarfundarins:

Alþjóðlegar rannsóknir á tengslum stjórnunarhátta, heilsufars og almennrar líðunar starfsfólksdr. Ásta Snorradóttir fagstjóri hjá Vinnueftirliti ríkisins.

Heilbrigður vinnustaður: Hlutverk yfirmanna, Birgir Jakobsson MD, PhD, landlæknir og fyrrum forstjóri Karólínska sjúkrahússins í Stokkhólmi.

Eru stjórnunarhættir kenndir við þjónandi forystu leið til að bæta líðan og heilsu starfsfólks? Dr. Sigrún Gunnarsdóttir dósent við Háskólann á Bifröst og Háskóla Íslands.

Hvað geta stjórnendur lesið úr SFR könnunum um áhrif þeirra á líðan starfsfólks og í kjölfarið unnið með þær niðurstöður? Gylfi Dalmann Aðalsteinsson MA í vinnumarkaðsfræðum og dósent við Háskóla Íslands.

Spurningar til fyrirlesara og umræður.

 

Þjónandi forysta, aðferð við að skapa jákvæðan starfsanda, hvatningu, betri líðan
og heilsu starfsfólks: Hvað? Hvernig? Hlutverk stjórnenda
.

Valkvæð málstofa í framhaldi af fundinum í salnum Gallerí á Grand hótel Reykjavík frá kl. 10:30 til 13:00. Málstofan byggir á fyrirlestrum og samtali þátttakenda um ofangreinda þætti þjónandi forystu.

Umsjón: Dr. Sigrún Gunnarsdóttir og Sigrún Þorgeirsdóttir hjá Þekkingarsetri um þjónandi forystu.

Fjallað  um og rýnt í hvernig sjálfsþekking, einbeitt hlustun og skýr sýn á hugsjón hefur áhrif á starfshvöt, starfsánægju og vellíðan í vinnu. Ennfremur um hugmyndafræði og aðferðir þjónandi forystu með áherslu á að skapa sem flesta leiðtoga í starfsmannahópnum.

  1. Sjálfsvitund leiðtoga – hvernig tengjast sjálfsþekking og félagsgreind jákvæðum starfsanda?
  2. Getur hlustun og auðmýkt haft áhrif á heilsu starfsfólks? Er gagn af hljóðlátum leiðtogum?
  3. Hugsjón, framsýni og forskot til forystu – hvernig styrkir sameiginleg ábyrgð innri starfshvöt?

Þátttakendur fá sent rafrænt lesefni um aðferðir þjónandi forystu að lokinni málstofunni.

Dr. Sigrún Gunnarsdóttir er hjúkrunarfræðingur og dósent við Háskóla Íslands og Háskólann á Bifröst. Sigrún starfaði áður á Landspítala, heilbrigðisráðuneyti, landlæknisembætti og í heilsugæslu. Rannsóknarsvið hennar eru lýðheilsa, starfsumhverfi og þjónandi forysta.

Sigrún Þorgeirsdóttir er með menntun í hótelstjórnun, viðskiptafræði og verkefnastjórnun og hefur starfað sem hótelstjóri síðastliðin tvö ár. Frá 2009-2014 vann hún sjálfstætt og hélt utanum fjölda ólíkra verkefna ráðstefnur, kosningabaráttu, leiksýningar ofl.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is