Hvernig má beita hegðunarinngripum til að fólk breyti rétt?

Í framhaldi af morgunverðarfundi og fyrirlestrum 8. febrúar sl. um hagnýtingu atferlisfræða og gagnreyndrar þekkingar við stefnumótun og um hnippingar sem aðferð við stefnuframkvæmd, býður Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála upp á vinnustofu um sama efni í umsjón Huldu Þórisdóttur, dósents við Stjórnmálafræðideild og Rögnu Benediktu Garðarsdóttur, dósents við Sálfræðideild HÍ.

Vinnustofan verður haldin fimmtudaginn 2. mars 2017 kl. 9:00 - 12:00 í húsnæði Menntavísindasviðs við Stakkahlíð, í stofu H-101 í Hamri.  Athugið að það er takmarkaður þátttökufjöldi.

Þátttökugjald er kr. 16.800,-

Markhópur:  Vinnustofan er hugsuð fyrir þátttakendur á morgunverðarfundinum (Hvernig bætum við stefnumótun og framkvæmd opinberrar þjónustu á grunni atferlisfræða og gagnreyndrar þekkingar?) og þá sem sóttu fyrirlestur Tiinu Likki (Hnippingar – aðferðir félagssálfræðinnar nýttar í stjórnsýslunni) á Stjórnarráðsdeginum, 8. febrúar sl. 

Vinnustofan byggir mikið á umræðum og samtali þátttakenda og því er ekki boðið upp á fjarnám þessu sinni.

Skráning á vinnustofuna hér

Nánar:
Í  vinnustofu verður haldið áfram umfjöllun um það hvernig nýta má niðurstöður atferlisvísinda í opinberri stefnumörkun og -framkvæmd.  Farið verður stuttlega yfir rannsóknir og kenningar sem liggja að baki þeirri hugmyndafræði að yfirvöld beiti hegðunarvísindum til að hafa áhrif á hegðun fólks til góðs. Tekin verða dæmi um árangursrík hegðunarinngrip með það fyrir augum að hjálpa þátttakendum að móta hugmyndir um nýtingu þeirra á eigin starfsvettvangi. Í því skyni verður farið yfir grunnatriði stýrðra tilrauna (randomized controlled trial), sem nauðsynlegar eru til að meta árangur þessara aðferða og þátttakendur fá þjálfun í að hugsa kerfisbundið um lausn vandamála – stórra sem smárra – sem mögulega má leysa með hegðunarinngripum.

Vinnustofan samanstendur af fyrirlestrum, umræðum og stuttum verkefnum.

Sigríður Jónsdóttir, sérfræðingur á skrifstofu félagsþjónustu í velferðarráðuneyti, mun einnig segja frá reynslu ráðuneytisins við hagnýtingu atferlisvísinda og aðferðafræði Behavioural Insights Team.

Reiknað er með að þátttakendur taki virkan þátt í umræðum og hafi að vinnustofunni lokinni skýrari hugmynd um það hvernig hegðunarinngrip gætu nýst á þeirra eigin vettvangi.

Fyrir vinnustofuna munu þátttakendur fá sendar valdar greinar um efnið, auk þess sem skýrslur bresku stofnunarinnar BIT og þeirrar bandarísku gefa góða mynd af aðferðunum:  

 

 

 

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is