Færri sveitarfélög: Hver er ávinningurinn?

Hádegisfundur á vegum Félags stjórnmálafræðinga í samvinnu við Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála

Föstudaginn 3. mars kl. 12 – 13, í stofu 101 í Odda.

Í tilefni af greiningu efnahagssviðs SA á stöðu og framtíð sveitarfélaga á Íslandi frá 5. des. sl. stendur Félag stjórnmálafræðinga í samstarfi við Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála fyrir hádegisfundi föstudaginn 
3. mars kl. 12-13 í Odda 101. 

Aðalframsögumaður: Grétar Þór Eyþórsson prófessor við HA. Með innlegg í panel verða: Eyrún Sigþórsdóttir fyrrverandi sveitarstjóri Tálknafjarðarhrepps, Gunnar Axel Axelsson bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Hafnarfirði og Gunnlaugur A. Júlíusson sveitarstjóri Borgarbyggðar.

Fundarstjóri er Eva Marín Hlynsdóttir, lektor við stjórnmálafræðideild HÍ

Mynd af fundarstjóra, Evu Marín Hlynsdóttur

Mynd af aðalframsögumanni, Grétari Þór Eyþórssyni

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is