Skráning á biðlista vegna námskeiðsins Upplýsingaöryggi hjá opinberum stofnunum

Fös, 03/10/2017 - 15:03 -- gudruney

Fullbókað er á námskeiðið Upplýsingaöryggi hjá opinberum stofnunum: Innleiðing öryggisstefnu, framkvæmd áhættumats og áhættumeðferð sem haldið verður fimmtudaginn 16. mars, kl. 13:00 - 16:30 og föstudaginn 17. mars, kl. 09:00 - 12:30 (tveir hálfir dagar), í húsnæði Menntavísindasviðs HÍ við Stakkahlíð, stofum H-203 og H-202.

Hér er hægt að skrást á biðlista vegna námskeiðsins. Haft verður samband ef pláss losna. Þar sem námskeiðið byggir m.a. á hópastarfi er því miður ekki mögulegt að taka námskeiðið í fjarnámi. 

Þátttökugjald er kr. 31.800,-

Umsjónarmaður og fyrirlesari er Sigurjón Þór Árnason, gæða- og upplýsingaöryggisstjóri hjá Veðurstofu Íslands.

Þátttökugjald verður þvi aðeins innheimt að pláss losni og einstaklingur á biðlista komist að og taki þátt í námskeiðinu.
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is