Veftímaritið Stjórnmál og stjórnsýsla – fyrirlestur Elítur á Íslandi – einsleitni og innbyrðis tengsl, útgáfa vorheftis og útgáfuboð

Útgáfuboð og fyrirlestur í tilefni af útkomu 1. tbl. 13. árg. tímaritsins Stjórnmál og stjórnsýsla (www.irpa.is) verða haldin nk. föstudag þann 16. júní kl. 17.00 í framhaldi af opnum fundi Félags stjórnmálafræðinga, en sá fundur hefst kl. 15.30 í stofu 101 í Odda, í Háskóla Íslands. 
 
Við opnunina verður kynnt efni og helstu niðurstöður greinar um elítur á Íslandi, en höfundar eru öll kennarar við Háskóla Íslands: Magnús Þór Torfason, lektor, Þorgerður Einarsdóttir, prófessor, Guðbjörg Linda Rafnsdóttir, prófessor og Margrét Sigrún Sigurðardóttir, lektor. Fyrirspurnir og umræður verða að loknu erindinu til kl. 17.45/18.00. Eftir dagskrána bjóða Stofnun stjórnsýslufræða og Félag stjórnmálafræðinga, til móttöku á annarri hæð Odda. 
 
Öll velkomin!
13. júní 2017 - 14:45
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is