Námskeið um opinber innkaup

 

Námskeiðið er haldið 9. nóvember 2017, kl. 13:00-16:30 og 10. nóvember,  kl. 08:30-12:00 í húsnæði Menntavísindasviðs Háskóla Íslands, Stakkahlíð, stofu H-203 - Hamar

Námskeiðið stendur einnig til boða í fjarnámi fyrir starfsmenn ríkis og sveitarfélaga sem starfa á landsbyggðinni.

Námskeiðið er haldið í samstarfi við Ríkiskaup og fyrirlesarar námskeiðsins eru sérfræðingar frá Ríkiskaupum.

Um er að ræða tvískipt námskeið sem skiptist á tvo daga:  
Fyrri dagur námskeiðsins miðar að því að auka skilning og þekkingu þátttakenda á lagalegu umhverfi opinberra innkaupa. Markhópurinn fyrir þennan hluta  námskeiðsins eru: Forstöðumenn,  innkaupa-, fjármála- og rekstrarstjórar, sem og aðrir starfsmenn sem sjá um innkaup hjá stofnunum ríkisins og hjá sveitarfélögum.

Skráning á fyrri dag námskeiðsins   
Verð: 17.500 kr.

Síðari dagur námskeiðsins miðar að því að auka skilning og þekkingu þátttakenda á framkvæmd opinberra innkaupa, sem og að þátttakendur öðlist færni í að nýta færar innkaupaleiðir og stjórna innkaupum í framhaldinu. Markhópurinn fyrir síðari hluta námskeiðsins eru: Innkaupa-, rekstrar- og fjármálastjórar og aðrir starfsmenn sem sjá um innkaup hjá stofnum ríkisins og hjá sveitarfélögum.  

Skráning á báða daga námskeiðsins  
Verð: 33.700 kr.

Nánari um skipulag námskeiðsins:

Dagur 1
Opinber innkauparéttur – markmið og meginreglur:
Helstu réttarheimildir – lög, reglur og tilskipanir.
Stefna hins opinbera.
Siðareglur
 
Innkaupaleiðir; útboð, rammasamningar, samningskaup, hönnunarsamkeppnir og fl.:
Eftirlit og réttarúrræði bjóðenda.
Kærumál og dómar.
Opinber innkaup á Evrópska efnahagssvæðinu
 
Dagur 2
Framkvæmd útboða og aðrar innkaupaleiðir:
Útboð innanlands
Útboð á EES
Rammasamningar
Örútboð
Verðfyrirspurnir
 
Ríkiskaup – Þjónusta við stofnanir:
Útboðsauglýsingar
Rammasamningsupplýsingar
Örútboð gegnum vefinn
Önnur þjónusta

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is