Undanþáguákvæði upplýsingalaga verður endurtekið 14. nóvember

Undanþáguákvæði upplýsingalaga sem Kjartan Bjarni Björgvinsson, héraðsdómari og dósent við lagadeild HR,  hefur umsjón með, var haldið í fyrsta sinn 17.október síðastliðinn. Fullt var á námskeiðið og færri komust að en vildu. Því verður námskeiðið endurtekið þann 14. nóvember eftir klukkan 16 til að koma til móts við fólk sem kemst ekki á hinum almenna vinnutíma. Skráningin er komin á fullt og því mælum við með að fólk skrái sig sem fyrst til að tryggja sér pláss. 

Námskeiðið fer fram 14. nóvember, kl. 16:15-19:00, í Veröld - húsi Vigdísar og stendur einnig til boða í fjarnámi fyrir starfsmenn ríkis og sveitarfélaga sem starfa á landsbyggðinni.

Hér má finna frekari upplýsingar um námskeiðið og skráningu 

18. október 2017 - 13:00
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is