Námskeið um opinber innkaup 9. og 10. nóvember

Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála í samstarfi við Félag forstöðumanna og Ríkiskaup heldur námskeið um opinber innkaup í þriðja sinn.

Námskeiðið nýtur mikilla vinsælda hjá okkur og því hvetjum við alla sem hafa áhuga á að skrá sig. Um er að ræða tvískipt námskeið sem skiptist á tvo daga. Hægt er að skrá sig á fyrri daginn eða báða dagana.

 

Markmið fyrri hluta námskeiðsins er að auka skilning og þekkingu þátttakenda á lagalegu umhverfi oopinberra innkaupa en seinni hlutinn miðar að því að auka skilning og þekkingu þátttakenda á framkvæmt opinberra innkaupa, sem og að þátttakendur öðlist færni í að nýta færar innkaupaleiðir og stjórna innkaupum í framhaldinu. 

Námskeiðið verður haldið 9. og 10. nóvember í húsnæði Menntavísindasviðs, Stakkahlíð. Einnig stendur til boða að taka námskeiðið í fjarnámi.

Hér má sjá nánari upplýsingar um námskeiðið og skráningu.

 

 

1. nóvember 2017 - 11:15
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is