Hádegisfundur: Fjöldi flokka, kosningabaráttan og stjórnarmyndun

Kosningar 2017: Fjöldi flokka, kosningabaráttan og stjórnarmyndun
Hádegisfundur Félags stjórnmálafræðinga og Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála

Félag stjórnmálafræðinga stendur fyrir, í samstarfi við Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála, hádegisfundi undir yfirskriftinni „Kosningar 2017: Fjöldi flokka, kosningabaráttan og stjórnarmyndun“.

 

Fundurinn fer fram miðvikudaginn 29. nóvember kl. 12:00 – 13:00 í Odda-101, Háskóla Íslands.

Með innlegg í panel verða þau Eva H. Önnudóttir, nýdoktor í stjórnmálafræði, Heiðar Örn Sigurfinnsson, ritstjóri kosningaumfjöllunnar RÚV og Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði. Þau munu fara yfir spurningar um hvað einkenndi kosningabaráttuna 2017 og hvaða þýðingu aukinn fjöldi flokka hefur fyrir kosningabaráttu, umfjöllun um hana og stjórnarmyndun.

Fundarstjóri verður Grétar Þór Eyþórsson.

Allir velkomnir, aðgangur ókeypis

 

Félag stjórnmálafræðinga og Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála

 

23. nóvember 2017 - 11:15
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is