Lokað fyrir skráningu: Ný Evrópureglugerð um persónuvernd: Fræðsludagur fyrir opinberar stofnanir 13.desember nk.

Ný persónuverndarlöggjöf – fræðsludagur fyrir opinberar stofnanir - Hámarks þátttökufjölda náð

Þann 13. desember nk. standa Persónuvernd  og Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands, í samstarfi við Félag forstöðumanna ríkisstofnana og dómsmálaráðuneyti, að fræðsludegi um persónuverndarmálefni. Fræðsludagurinn verður haldinn í sal safnaðarheimilis Neskirkju við Hagatorg, kl. 9.00–16:00.

Í ljósi þess að ný Evrópureglugerð um persónuvernd kemur til framkvæmda innan ESB í maí 2018 er mikilvægt að íslenskar stofnanir verði í stakk búnar til að standast þær ströngu kröfur sem felast í nýjum reglum. Stofnanir þurfa að aðlaga starfsemi sína að hertum persónuverndarreglum og vera m.a. undirbúnar að tryggja einstaklingum þann aukna rétt sem reglugerðin veitir þeim.

Dagskrá dagsins samanstendur af fyrirlestrum þar sem fulltrúar Persónuverndar fara ítarlega yfir þær skyldur sem lagðar verða á stofnanir með nýju reglugerðinni sem og hvernig innleiðing stofnana verður best tryggð auk þess verður kynnt reynslusaga opinberrar stofnunar af innleiðingunni. Þá verður farið í hópavinnu til að þátttakendur öðlist dýpri skilning á afmörkuðum málefnum, svo sem gerð vinnsluskráar, skipan persónuverndarfulltrúa o.fl.

Fræðsludagurinn er ætlaður þeim sem munu bera ábyrgð á að aðlaga starfsemi hverjar stofnunar að nýju regluverki um persónuvernd, t.d. skrifstofustjórum, lögfræðingum, mannauðsstjórum, fjármálastjórum, skjalastjórum og/eða sérfræðingum í upplýsingatæknimálum.

Athugið að hver stofnun má að hámarki senda fjóra þátttakendur.

Þátttökugjaldið er  kr. 10.000  á mann.  Innifalið í gjaldinu er léttur hádegisverður.

Athugið að hámarks þátttökufjölda hefur verið náð og lokað hefur verið fyrir skráningu

         

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is