Sex vikna námskeið í stjórnsýslurétti fyrir starfsmenn ráðuneyta, ríkisstofnana og sveitarfélaga 30. janúar- 8. mars 2018

Í fjórtánda skiptið býður Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála, í samstarfi við forsætisráðuneytið, Reykjavíkurborg og Félag forstöðumanna ríkisstofnana,  upp á sex vikna námskeið um stjórnsýslulögin og stjórnsýslurétt fyrir þá starfsmenn ríkisins (ráðuneyta og ríkisstofnana) og starfsmenn sveitarfélaga, sem koma að meðferð mála og undirbúningi ákvarðana í stjórnsýslunni. Nemendur munu hlýða á fyrirlestra, taka þátt í umræðum og lesa kennslurit. Eftir atvikum verður varpað upp stuttum raunhæfum verkefnum sem farið verður sameiginlega yfir í tímum. Einnig er í boði að taka námskeiðið í fjarnámi, og munu fjarnemar hafa að aðgang að upptökum á netinu sem og streymi í rauntíma.

Umsjónarmaður og aðalkennari er Trausti Fannar Valsson, dósent við lagadeild Háskóla Íslands. Aðrir kennarar eru Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis og Særún María Gunnarsdóttir, skrifstofustjóri hjá umboðsmanni Alþingis.

Kennt verður tvisvar í viku á þriðjudögum og fimmtudögum frá kl. 13:00 - 16:00 í samtals 12 skipti, alls 54 kennslustundir.

Námskeiðið hefst 30. janúar og lýkur 8. mars. Þátttökugjald er kr. 65.600 -.

Kennsla fer fram í húsnæði Menntavísindasviðs Háskóla Íslands í Stakkahlíð.

Kennsluáætlun námskeiðsins

HÉR er hægt að skrá sig á námskeiðið

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is