Sex vikna námskeið í stjórnsýslurétti hefst 30. janúar 2018

Í fjórtánda sinn bjóðum við upp á okkar vinsæla sex vikna námskeið í stjórnsýslurétti. Í fyrra komust færri að en vildu og því hvetjum við áhugasama til að skrá sig sem fyrst. Við vekjum athygli á að hægt er að taka námskeiðið bæði í staðnámi og í fjarnámi.

Námskeiðið hefst 30. janúar og lýkur 8. mars. Kennt verður í alls 54 kennslustundir, í 12 skipti tvisvar í viku á þriðjudögum og fimmtudögum milli kl. 13:00- 16:00. Kennsla fer fram í húsnæði Menntavísindasviðs Háskóla Íslands í Stakkahlíð, stofum H-205 og Bratta, auk þess verður hægt að taka námskeiðið í fjarnámi sé þess óskað. 
Þátttökugjald er kr. 65.600, -
 
Umsjónarmaður er Trausti Fannar Valsson, dósent við Lagadeild Háskóla Íslands. Aðrir kennarar eru Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis og Særún María Gunnarsdóttir skrifstofustjóri hjá umboðsmanni Alþingis. 
 
3. janúar 2018 - 14:00
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is