Morgunverðarfundur: Hvernig má efla nýsköpun í opinberum rekstri ríkis og sveitarfélaga?

Hvernig má efla nýsköpun í opinberum rekstri ríkis og sveitarfélaga? Nýjar kröfur, æskilegir stjórnunarhættir og stofnanamenning nýsköpunar – Lærdómsrík dæmi um nýsköpun í opinberum rekstri á Íslandi.

Morgunverðarfundur um nýsköpun í opinberum rekstri ríkis og sveitarfélaga verður haldinn 25. janúar kl. 8.30-10.30, á Icelandair Hótel Natura (Hótel Loftleiðir) í samstarfi Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála við Félags forstöðumanna ríkisstofnana, Ríkisendurskoðun og skrifstofu stjórnunar og umbóta í fjármála- og efnahagsráðuneyti. 

Gestur Páll Reynisson sérfræðingur hjá Ríkisendurskoðun, Marta Birna Baldursdóttir sérfræðingur á skrifstofu stjórnunar og umbóta í fjármála- og efnahagsráðuneyti, Gylfi Dalmann dósent við viðskiptafræðideild HÍ og Nikolaj Lubanski höfundur bóka um opinbera nýsköpun, forstöðumaður hjá Copenhagen Capacity Talent Department og stundakennari við HÍ eru meðal þeirra sem flytja erindi.

Spennandi dagskrá sem áhugafólk um nýsköpun ætti ekki að láta fram sjá sér fara.

Skráningu og frekari upplýsingar má sjá HÉR

11. janúar 2018 - 12:45
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is