#Metoo og lögin: Hver er réttarstaðan í málum um kynferðislega áreitni?

Námskeiðið, #Metoo og lögin: Hver er réttarstaðan í málum um kynferðislega áreitni?, verður haldið þriðjudaginn, 23. janúar 2018, kl. 09:00-12:30 í húsnæði Menntavísindasviðs HÍ við Stakkahlíð, Bratti. Þátttökugjald er 17.500,- 

Umsjónarmaður og fyrirlesari er Kjartan Bjarni Björgvinsson, héraðsdómari við Héraðsdóm Reykjavíkur.

HÉR er hægt að skrá sig á námskeiðið og sjá nánari upplýsingar

Markmiðið með námskeiðinu er að þátttakendur öðlist þekkingu á hvað  telst kynferðisleg áreitni samkvæmt lögum og á þeim reglum og ferlum í íslenskri löggjöf sem það varðar. Fjallað verður um hvernig sönnunarstöðuna í málum um kynferðislega áreitni, réttarstöðuna í tengslum við slík mál og ábyrgð vinnuveitenda í málum sem varða áreitni. Þá verður fjallað um hvort vinnuveitendum beri skylda til að gera sérstakar ráðstafanir sem varða áreitni og vinnuumhverfi starfsmanna, framkomu starfsmanna gagnvart viðskiptavinum og hvenær áreitni er komin á það stig að hún teljist refsiverð. 

 

11. janúar 2018 - 13:15
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is