Málþing og aðalfundur Íslandsdeildar Norræna stjórnsýslusambandsins (NAF) haldið 12. apríl n.k.

Tvö andlit ráðherra - Pólitískur ráðherra sem æðsti yfirmaður stjórnsýslunnar
Málþing og aðalfundur Íslandsdeildar Norræna stjórnsýslusambandsins (NAF).
 
Fimmtudaginn 12. apríl 2018, kl. 17:00-18:30, í Odda O-101 í Háskóla Íslands.
 
Að loknum hefðbundnum aðalfundarstörfum NAF fer fram málþing í samstarfi við Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands þar sem fjallað verður um tvíþætt hlutverk ráðherra, hið pólitíska og hið faglega. 
 
Hafsteinn Dan Kristjánsson, aðjúnkt við lagadeild Háskóla Íslands og doktorsnemi í réttarheimspeki við Oxford háskóla, heldur framsögu um efnið: Skylda ráðherra til að leita ráðgjafar ráðuneytis síns. Henry Alexander Henrysson, aðjúnkt við sagnfræði- og heimspekideild Háskóla Íslands og sérfræðingur hjá Siðfræðistofnun, flytur síðan erindið: Umboð og ábyrgð - um siðferðilegar skyldur ráðherra. Að lokum mun Svanhildur Hólm Valsdóttir, lögfræðingur og aðstoðarmaður fjármála- og efnahagsráðherra, vera með hugleiðingar úr framkvæmdinni.
 
Fundarstjóri er Kolbrún Benediktsdóttir, varahéraðssaksóknari.
 
Allir velkomnir og aðgangur er ókeypis.
 
NAF vill vekja athygli á að næsta stjórnsýsluspjall  verður haldið föstudaginn 13. apríl nk. á Loft Hostel kl. 17:00. Hafsteinn Dan mun leiða spjallið að þessu sinni.
 
6. apríl 2018 - 16:00
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is