Frestur til að skila inn tilnefningum til nýsköpunarverðlauna í opinberri þjónustu og stjórnsýslu er til 4. maí 2018

Frestur til að skila tilnefningum til nýsköpunarverðlaunanna er til 4. maí 2018. Með nýsköpunarverkefni er átt við nýjungar eða verulegar breytingar sem opinber aðili hefur innleitt og geta falist í nýrri eða verulega breyttri þjónustu, ferlum, skipulagi, vöru eða samskiptaleiðum. Verkefnið er því nýtt fyrir viðkomandi vinnustað og skapar virði í formi aukinna gæða, skilvirkni, starfsánægju eða aukinnar þátttöku almennings.

Nýsköpunarverðlaun í opinberri þjónustu og stjórnsýslu 2018 verða afhent á ráðstefnu um nýsköpun föstudaginn 8. júní 2018. Yfirskrift verðlaunanna í ár er „Betri opinber þjónusta með öflugu samstarfi og nýtingu stafrænna lausna“ en verðlaunin og ráðstefnan eru samvinnuverkefni fjármála- og efnahagsráðuneytisins, Sambands íslenskra sveitarfélaga, Félags forstöðumanna ríkisstofnana, Rannís, Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands.

Tilnefningum skal skilað í umsóknarkerfi Rannís.

Nánari upplýsingar á vef Stjórnarráðsins.

2. maí 2018 - 15:30
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is