Sex vikna námskeið í stjórnsýslurétti hefst 28. janúar

Í fimmtánda sinn bjóðum við upp á okkar vinsæla sex vikna námskeið í stjórnsýslurétti. Mikil þátttaka hefur verið í námskeiðið og því hvetjum við áhugasama til að skrá sig sem fyrst. Við vekjum athygli á að hægt er að taka námskeiðið bæði í staðnámi og í fjarnámi.
 
Námskeiðið hefst 28. janúar og lýkur 5. mars. Kennt verður í alls 54 kennslustundir, í 12 skipti tvisvar í viku á mánudögum og miðvikudögum milli kl. 13:00- 16:00. Kennsla fer fram í húsnæði Menntavísindasviðs Háskóla Íslands í Stakkahlíð, stofu H-204, auk þess verður hægt að taka námskeiðið í fjarnámi sé þess óskað. 
 
Þátttökugjald er kr. 68.100,- 
 
Umsjónarmaður og aðalkennari er Hafsteinn Þór Hauksson, dósent við lagadeild Háskóla Íslands. Aðrir kennarar eru Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, Særún María Gunnarsdóttir skrifstofustjóri hjá umboðsmanni Alþingis og Oddur Þorri Viðarsson lögfræðingur hjá forsætisráðuneytinu.
 

HÉR má sjá nánari upplýsingar og skráningu

11. janúar 2019 - 13:30
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is