Rannsóknasetur

Rannsóknasetur um sveitarstjórnarmál

Þann 18. október 2018 undirrituðu Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitastjórnaráðherra og Jón Atli Benediktsson rektor Háskóla Íslands undir samstarfssamning um stofnun Rannsóknaseturs um sveitarstjórnarmál. Rannsóknasetrið er staðsett í húsnæði Háskóla Íslands á Laugarvatni og er það hluti af samningnum að starfsemi þess verði gerð út þaðan.
 

Hlutverk rannsóknasetursins er að halda utan um rannsóknir og fræðslu ásamt því að sinna ákveðnu þjónustuhlutverki fyrir sveitastjórnarstigið. Málefni sveitarfélaganna og þá helst stjórnsýslunnar eru í forgangi og eiga rannsóknir að styðja við og efla stefnumótun og önnur verkefni sem koma að opinberri stjórnsýslu.

 

Rannsóknasetur um fjölmiðlun og boðskipti

Rannsóknasetur um fjölmiðlun og boðskipti er rannsókna-, fræðslu- og þjónustustofnun sem starfrækt er af Háskólanum á Akureyri og Háskóla Íslands. Setrið starfar sem sjálfstæð eining innan Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála við Stjórnmálafræðideild á Félagsvísindasviði Háskóla Íslands
 
 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is