Hádegisfundur: Hvað stuðlar að farsælli endurkomu fanga í samfélagið að aflokinni refsivist?

Hvað stuðlar að farsælli endurkomu fanga í samfélagið að aflokinni refsivist?
 
Fimmtudagurinn 31. jan - 12:00 til 13:00
Staðsetning: Háskólatorg HT101 
 
Dr. Francic Pakes prófessor í afbrotafræði við University of Portsmouth
Hver er reynsla Breta, Hollendinga og Norðmanna  af endurhæfingu og endurkomu fanga í samfélög eftir refsivist? Hvað skiptir þar máli eigi árangur að nást? Dr. Francis Pakes prófessor í afbrotafræði við University of Portsmouth mun flytja inngangsfyrirlestur um málefnið, auk þess sem hann mun ræða reynslu sína af dvöl í tveimur opnum fangelsum á Íslandi. 
Á fyrirlesturinn er sérstaklega boðið fulltrúum frá Fangelsismálastofnun - Sólveig Fríða Kjærnested, sviðsstjóri meðferðarsviðs, Dómsmálaráðuneyti - Kristín Einarsdóttir lögfræðingur, Vernd fangahjálp – Þráinn Farestveit framkvæmdastjóri Verndar og Afstöðu samtökum fanga á Íslandi - Guðmundur Ingi Þóroddsson formaður.
 
Inngangsfyrirlestur prófessor Pakes verður á ensku en aðrir fundarmenn flytja sitt mál á íslensku.
 
Fundarstjóri: Helgi Gunnlaugsson prófessor í félagsfræði.
 
Fundurinn er haldinn á vegum Rannsóknastofu í afbrotafræði og Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands
 
24. janúar 2019 - 15:00
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is