Málstofa: Staða kjörinna fulltrúa í sveitarstjórnum og samspil við embættismenn 5. apríl

Staða kjörinna fulltrúa í sveitarstjórnum og samspil við embættismenn: Í ljósi æ flóknari verkefna, vaxandi áreitis og  aukinna krafna íbúa.
 
Málstofan verður haldin föstudaginn 5. apríl kl. 13 - 14:30 í húsnæði Háskóla Íslands á Laugarvatni. Aðgangur er ókeypis og erindið fer fram á ensku. 
 
Kennari er Colin Copus emeritus professor í sveitastjórnarfræðum við De Montfort háskólann í Leicester og gestaprófessor við við háskólann í Ghent.
 
Í málstofunni mun Colin Copus skoða reynslu kjörinna fulltrúa í enskum sveitarfélögum, og hvernig þeim gengur að uppfylla væntingar íbúa í sífellt flóknari heimi stjórnmálanna. Sérstök áhersla er lögð á að skoða hvaða lærdóm íslenskt sveitarstjórnarfólk getur dregið af reynslu þessarra nágranna sinna og bent á þætti sem geta styrkt stöðu sveitarstjórnarfulltrúans og sveitarstjórna í heild.
 
 
Formleg opnun Rannsóknaseturs um sveitarstjórnarmál hefst kl. 15.
 
 
22. mars 2019 - 10:00
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is