Málstofa 5. apríl: Staða kjörinna fulltrúa í sveitarstjórnum og samspil við embættismenn

Staða kjörinna kjörinna fulltrúa í sveitarstjórnum og samspil við embættismenn - Í ljósi æ flóknari verkefna, vaxandi áreitis og aukinna krafna íbúa 

Málstofan verður haldin föstudaginn 5. apríl kl. 13 - 14:30 í húsnæði Háskóla Íslands á Laugarvatni. Einnig er hægt að verða með fjarfundi.
 
 
Sveitarfélög eru ein af grunnstoðum staðbundins lýðræðis. Í ljósi þess gegna kjörnir fulltrúar í sveitarstjórnum mikilvægu lýðræðislegu hlutverki. 
 
Þrátt fyrir að mikils sé krafist af kjörnum fulltrúum þá upplifa þeir oft að staða þeirra sé ekki viðurkennd til jafns við stjórnmálamenn á öðrum stjórnstigum. Á Íslandi eins og í nágrannalöndum okkar er endurnýjunarhlutfall í sveitarstjórnum er hátt, oft er erfitt að manna sveitarstjórnir og kosningaþátttaka fer ört minnkandi. 
 
Í málstofunni mun Colin Copus skoða reynslu kjörinna fulltrúa í enskum sveitarfélögum, og hvernig þeim gengur að uppfylla væntingar íbúa í sífellt flóknari heimi stjórnmálanna. Sérstök áhersla er lögð á að skoða hvaða lærdóm íslenskt sveitarstjórnarfólk getur dregið af reynslu þessarra nágranna sinna og bent á þætti sem geta styrkt stöðu sveitarstjórnarfulltrúans og sveitarstjórna í heild. 
 
Kennari er Colin Copus emeritus professor í sveitastjórnarfræðum við De Montfort háskólann í Leicester og gestaprófessor við við háskólann í Ghent.
 
Málstofan er öllum opin og erindið fer fram á ensku. 
 
Nánari upplýsingar veitir Helga Kristín Sæbjörnsdóttir, verkefnastjóri, í síma 525 5314 eða tölvupósti hks@hi.is
 
Klukkan 15 hefst síðan hátíðaropnun Rannsóknaseturs um sveitarstjórnarmál - sjá nánar hér
 
 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is