Málþing: Er í lagi með lýðræðið á Íslandi? Brotalamir og umbætur

Fimmtudaginn 4. apríl boða Siðfræðistofnun, Sagnfræðistofnun og Félag stjórnmálafræðinga til málþings um bókina Íslenskt lýðræði: Starfsvenjur, gildi og skilningur. Frummælendur verða: Guðmundur Hálfdánarson, prófessor í sagnfræði, Stefanía Óskarsdóttir, dósent í stjórnmálafræði og Guðmundur Heiðar Frímannsson, prófessor í heimspeki. Fundarstjóri: Eva Heiða Önnudóttir, dósent í stjórnmálafræði.
 
Bókin Íslenskt lýðræði: Starfsvenjur, gildi og skilningur er afrakstur þverfaglegs rannsóknarverkefnis, sem unnið var á vegum Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands. Þar er sjónum beint að íslenskri lýðræðishefð, hugmyndafræði og framkvæmd, á umbrotatímum í aðdraganda og kjölfar hruns íslenska fjármálakerfisins. Í bókinni fléttast saman fræðileg sjónarhorn hug- og félagsvísinda, heimspekileg hugtakagreining, sagnfræðileg rýni og empírískar athuganir stjórnmálafræðinnar. Hún er ætluð sem framlag til þess brýna verkefnis að bæta lýðræðislega stjórnarhætti svo endurheimta megi traust á íslenskum stjórnmálum og stofnunum lýðræðissamfélagsins.
 
Málþingið fer fram fimmtudaginn 4. apríl, kl. 15:30-17:00, á Háskólatorgi, stofu 105.
 
2. apríl 2019 - 9:00
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is