Nýtt námskeið: Meðferð persónuupplýsinga í stjórnsýslunni

Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála kynnir nýtt og spennandi námskeið:

Meðferð persónuupplýsinga í stjórnsýslunni – Nokkur álitaefni

Þar mun Kjartan Bjarni Björgvinsson, héraðsdómari hjá Héraðsdómi Reykjavíkur, fara yfir hvaða þýðingu lög nr. 90/2018, um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsing, hafa fyrir stjórnvöld. Í námskeiðinu verður sérstök áhersla lögð á samspil persónverndarlaganna við stjórnsýslulög nr. 37/1993 og upplýsingalög nr. 140/2012.

Námskeiðið verður haldið fimmtudaginn 11. apríl nk., kl. 9.00 - 12.30.

Skráningu og nánari upplýsingar um námskeiðið má nálgast hér.

3. apríl 2019 - 13:30
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is