Opnunarhátíð Rannsóknaseturs um sveitarstjórnarmál senn að bresta á

Í dag, 5. apríl kl. 15, verður haldin hátíðleg formleg opnun Rannsóknaseturs um sveitarstjórnarmál. Mun stór hópur leggja leið sína á Laugarvatn til að fagna þessum tímamótum.

 

Dagskrá hátíðarinnar:

13.00 – 14.30: Staða kjörinna fulltrúa í sveitarstjórnum og samspil við embættismenn. Málstofa með Colin Copus, emeritus prófessor við De Montfort háskólann í Leicester.
 
15.00 – 17.00: Niður úr fílabeinsturninum: Hvað geta rannsóknir gert fyrir íslensk sveitarfélög á 21. öldinni? Opnunarhátíð Rannsóknaseturs um sveitarstjórnarmál og erindi flytja:
 
  • Ávarp – Sigurður Ingi Jóhannsson, ráðherra samgöngu- og sveitarstjórnarmála
  • The importance of putting local government research into policy and practice – Colin Copus, emeritus prófessor í háskólanum Leicester
  • Sveitarfélögin: rannsóknir sem grunnur þróunar – Björg Ágústsdóttir, bæjarstjóri Grundafjarðarbæjar
  • Uppbygging Rannsóknaseturs um sveitarstjórnarmál – Eva Marín Hlynsdóttir, rannsóknastjóri setursins
 
Að lokum formlegrar dagskrár er boðið upp á léttar veitingar og opið fyrir skoðunarferðir um húsið.
5. apríl 2019 - 11:00
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is