Rannsóknasetur um sveitarstjórnarmál: Námskeið um upplýsingaöryggi haldið á Ísafirði 8. maí nk.

Rannsóknasetur um sveitarstjórnarmál í samstarfi við Fræðslumiðstöð Vestfjarða stendur að námskeiði um upplýsingaöryggi hjá opinberum stofnunum á Ísafirði þann 8. maí nk. 
 
Námskeiðið hefur verið haldið reglulega á vegum Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála við góðar undirtekir en nú í fyrsta sinn verður hægt að sækja námskeiðið á Ísafirði. 
 
Markmið námskeiðsins eru að auka hagnýta þekkingu þátttakenda á innleiðingu upplýsingaöryggiskerfa sem standast kröfur sem gerðar eru um persónuvernd. Námskeiðið samanstendur af fyrirlestrum og hópverkefnum. Farið verður yfir hvað liggur til grundvallar við mótun öryggisstefnu, og hvernig skal framkvæma áhættumat og innleiða öryggisráðstafanir samkvæmt kröfum um persónuvernd og upplýsingaöryggi.
 
Kennari er Sigurjón Þór Árnason, gæða- og upplýsingaöryggisstjóri hjá Veðurstofu Íslands. Sigurjón Þór hefur um áratugaskeið starfað við tölvu- og upplýsingaöryggismál, bæði hjá opinberum stofnunum og sem ráðgjafi.
 
15. apríl 2019 - 11:15
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is