Vorhefti tímaritsins Stjórnmál & stjórnsýsla komið út

Vorhefti tímaritsins Stjórnmál & stjórnsýsla (1. tbl. 15. árg.) hefur verið birt á vefnum www.irpa.is. Þar má meðal annars finna grein Gylfa Dalmann Aðalsteinssonar og Þórhalls Arnars Guðlaugssonar, Stéttarfélagsaðild á Íslandi. Gylfi Dalmann mun halda fyrirlestur um grein þeirra í útgáfuboði tímaritsins sem hefst kl 16:30 í HT101 (Ingjaldsstofa), Háskóla Íslands. Boðið verður upp á léttar veitingar á 2. hæð í odda að loknu erindi Gylfa.
 
Aðgangur er ókeypis og eru allir velkomnir.
18. júní 2019 - 12:45
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is