NÝTT námskeið 7. nóv: Hverjar eru helstu skyldur opinberra starfsmanna?

Við kynnum til leiks nýtt og áhugavert námskeið um helstu skyldur opinberra starfsmanna sem haldið verður fimmtudaginn 7. nóvember nk. 

Í námskeiðinu verður farið yfir helstu skyldur opinberra starfsmanna hjá ríki og sveitarfélögum með sérstakri áherslu á hollustuskyldu þeirra gagnvart vinnuveitenda og hversu langt sú skylda nær. Fjallað verður um hversu langt hlýðniskylda opinberra starfsmanna nær og hvaða kröfur er hægt að gera til vammleysis þeirra. Einnig verður fjallað um helstu afbrigði þagnarskyldu opinberra starfsmanna. Þá verður fjallað um það að hvaða marki opinberum starfsmönnum er skylt að hlíta breytingum á störfum sínum. 
 
Kennari og umsjónamaður er Kjartan Bjarni Björgvinsson, héraðsdómari við Héraðsdóm Reykjavíkur.  Hann hefur meðal annars starfað áður sem formaður rannsóknarnefndar Alþingis, aðstoðarmaður umboðsmanns Alþingis og sem lögfræðingur við EFTA-dómstólinn.
 
  
 
4. nóvember 2019 - 11:45
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is