Skráning á morgunverðarfund 22. nóvember: Hvernig geta opinberar stofnanir tengt stefnumótun og áætlunargerð hjá sér við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun?

Mið, 11/06/2019 - 16:15 -- larah

Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands og Félag forstöðumanna ríkisstofnana standa að morgunverðarfundi föstudaginn 22. nóvember nk. á Grand hótel. Morgunverður hefst kl. 08.00 og dagskrá hefst kl. 08.30.

Á morgunverðarfundinum verður fjallað um hvernig opinberar stofnanir geta innleitt heimsmarkmiðin með því að tengja þau við starfsemi sína. Þar verður meðal annars horft til áætlunargerðar stofnana í tengslum við fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar og reynslu Kópavogsbæjar sem hefur verið leiðandi í innleiðingu heimsmarkmiðanna hér á landi.

Þátttökugjald er 4.900 kr.

Staðfesting skráningar er send á uppgefið netfang, sem og öll samskipti vegna námskeiðsins. Mjög mikilvægt er að það sé rétt skráð hér.
Vinsamlega skráið verkefnisnúmer/viðfangsnúmer ef við á
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is