NÝTT námskeið 21. nóv: Jafnréttislögin og áhrif þeirra á opinberum og almennum vinnumarkaði – Hvað reynir helst á?

Við kynnum til leiks nýtt og áhugavert námskeið um Jafnréttislögin og áhrif þeirra á opinberum og almennum vinnumarkað sem haldið verður fimmtudaginn 21. nóvember nk. 
 
Í námskeiðinu verður farið yfir helstu reglur sem gilda um jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði, einkum reglur laga nr. 10/2008, um jafna stöðu og jafnan rétt karla og kvenna (jafnréttislög). Meðal þess sem fjallað verður um er bann laganna við óbeinni mismunum á grundvelli kyns og hvað sé felist í réttinum til sömu launa fyrir sömu störf. Markmið námskeiðsins er að þátttakendur öðlist betri yfirsýn yfir reglur jafnréttislaga og eigi auðveldara með að greina starfshætti og einstakar athafnir sem fara í bága við lögin.
 
Kennari og umsjónamaður er Kjartan Bjarni Björgvinsson, héraðsdómari við Héraðsdóm Reykjavíkur.  Hann hefur meðal annars starfað áður sem formaður rannsóknarnefndar Alþingis, aðstoðarmaður umboðsmanns Alþingis og sem lögfræðingur við EFTA-dómstólinn.
 
  
14. nóvember 2019 - 11:30
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is