NÝTT fjarnámsnámskeið: Jafnréttisáætlanir sveitarfélaga með áherslu á kynjasamþættingu

Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála og Rannsóknasetur um sveitarstjórnarmál bjóða upp á í fyrsta sinn fjarnámnámskeið um gerð jafnréttisáætlana sveitarfélaga í samstarfi við og með stuðningi frá Jafnréttisstofu.
 
Farið verður yfir gerð jafnréttisáætlana með áherslu á kynjasamþættingu, hlutverk Jafnréttisstofu og lög nr.10/2008, um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla og skyldur sveitarfélaga. Einnig verður horft til reynslu einstakra sveitarfélaga.
 
Námskeiðið verður einungis aðgengilegt í gegnum fjarnám. Hægt er að fylgjast með og taka þátt í beinu streymi og verða upptökur frá námskeiðinu aðgengilegar í námskeiðslok.
 
Námskeiðið fer fram í beinu streymi:
Miðvikudagur 4. desember kl. 10 – 12
Fimmtudagur 5. desember kl. 10 – 12
Föstudagur 6. desember kl. 10 – 12
 
Kennarar námskeiðsins eru starfsfólk Jafnréttisstofu.
 
27. nóvember 2019 - 13:15
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is