Sex vikna námskeið í stjórnsýslurétti 4. febrúar - 12. mars 2020

Í sextánda skiptið býður Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála upp á sex vikna námskeið um stjórnsýslulögin og stjórnsýslurétt fyrir þá starfsmenn ríkisins (ráðuneyta og ríkisstofnana) og starfsmenn sveitarfélaga, sem koma að meðferð mála og undirbúningi ákvarðana í stjórnsýslunni.
 
Nemendur munu hlýða á fyrirlestra, taka þátt í umræðum og lesa kennslurit. Eftir atvikum verður varpað upp stuttum raunhæfum verkefnum sem farið verður sameiginlega yfir í tímum.
 

Sérstök athygli er vakin á því að einnig er í boði að taka námskeiðið í fjarnámi, og munu fjarnemar hafa að aðgang að upptökum á netinu sem og streymi í rauntíma. Sveigjanleiki er í fyrirrúmi á námskeiðinu og gefst staðnemum kostur á að fá aðgang að upptökum sem og fjarnemum að sækja staka tíma.
 
Umsjónarmaður og aðalkennari er Hafsteinn Þór Hauksson, dósent við lagadeild Háskóla Íslands. 
 
Kennt verður tvisvar í viku á þriðjudögum og fimmtudögum frá kl. 13:00 - 16:00 í samtals 12 skipti, alls 54 kennslustundir.
 
 
 
 
9. janúar 2020 - 14:15
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is