Áhugaverð námskeið í boði á vormánuðum

Að vanda býður Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála upp á námskeið fyrir starfsfólk stjórnsýslunnar. Námskeiðin sem verða í boði að þessu sinni eru:
 
Sex vikna námskeið í stjórnsýslurétti hefst 4. febrúar næstkomandi og stendur til 12. mars – Námskeiðið er í boði bæði í staðnámi og fjarnámi. Umsjónamaður og aðalkennari er Hafsteinn Þór Hauksson, dósent við lagadeild Háskóla Íslands. 
 
Hvernig á að standa að ráðningum hjá ríki og sveitarfélögum? 13. febrúar – Hægt að taka í fjarnámi. Fyrirlesari er Kjartan Bjarni Björgvinsson, dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur.
 
Hvaða reglur gilda um starfslok opinberra starfsmanna? 20. febrúar– Hægt að taka í fjarnámi. Fyrirlesari er Kjartan Bjarni Björgvinsson, dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur.
 
Starfsmannamál og persónuvernd. Hvaða reglur gilda um meðferð persónuupplýsinga starfsmanna? 25. febrúar– Hægt að taka í fjarnámi. Fyrirlesari er Kjartan Bjarni Björgvinsson, dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur.
 
Gildissvið upplýsingalaga og helstu reglur laganna 19. mars – Hægt að taka í fjarnámi. Fyrirlesari er Kjartan Bjarni Björgvinsson, dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur.
 
15. janúar 2020 - 12:00
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is