NÝTT námskeið 11. mars: Þagnarskylda opinberra starfsmanna

Við kynnum til leiks nýtt og spennandi námskeið um þagnarskyldu opinberra starfsmanna sem haldið verður miðvikudaginn 11. mars nk.

Á námskeiðinu verður m.a. fjallað um eftirfarandi álitaefni í tengslum við beitingu þagnarskyldureglna:
  • Til hvaða upplýsinga ná reglur um þagnarskyldu opinberra starfsmanna? 
  • Að hvaða marki mega starfsmenn deila upplýsingum sem þagnarskylda ríkir um? Hvaða reglur gilda um miðlun slíkra upplýsinga til annarra stjórnvalda?
  • Hvaða viðurlögum geta starfsmenn þurft að sæta sem gerast brotlegir við reglur um þagnarskyldu? 
  • Hvenær er brot á þagnarskyldureglum á því stigi að það getur bakað starfsmanni refsiábyrgð?

Umsjónarmaður og fyrirlesari er Kjartan Bjarni Björgvinsson, dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur. 

Smellið hér fyrir skráningu og nánari upplýsingar.

14. febrúar 2020 - 14:45
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is